Viðskiptaráðgjafi – Ísland


Við hjá Booking.com viljum sjá til þess að samstarfsaðilar okkar með gistiþjónustu fái eins góða þjónustu og völ er á. Viðskiptaráðgjafar okkar tryggja þetta með brennandi áhuga sínum og elju. Mikilvægustu eiginleikar viðskiptaráðgjafa eru samskiptahæfileikar, lipurð og lausnamiðuð, skapandi hugsun. Lokatakmarkið er að hjálpa viðskiptavinum okkar að kanna heiminn. Viltu vera með?

Aðalverkefni þitt er að veita núverandi og nýjum samstarfsaðilum með gistiþjónustu  upplýsingar og ráðgjöf og aðstoða þá við að mæta kröfum gesta á vefsíðu Booking.com. Þú setur einnig upp vefsíður gististaða og býður nýjum samstarfsaðilum þjálfun í notkun kerfa sem miða að því að bæta framboð og eftirspurn hjá þeim.

Um er að ræða 100% starf á skrifstofu okkar í Reykjavík.

Starfssvið:

 • Þú átt í daglegum og virkum samskiptum við samstarfsaðila á þínu svæði í síma, skilaboðakerfi og stundum í eigin persónu til að aðstoða við uppbyggingu rekstrar þeirra;
 • Þú styrkir árangursrík tengsl við samstarfsaðila til að tryggja að framboð og verð séu eins og best verður á kosið;
 • Þú ræðir tækifæri og tól Booking.com við samstarfsaðila með það að markmiði að styrkja reksturinn þeirra;
 • Þú ert fyrsti tengiliður helstu samstarfsaðila með gistiþjónustu á þínu svæði. Þú svarar spurningum þeirra og finnur úrlausnir eftir þörfum;
 • Þú tekur þátt í vikulegri þekkingarmiðlun innan teymisins á skrifstofunni;
 • Þú gefur samstarfsaðilum ráð varðandi síður þeirra á Booking.com og hvernig þeir geta stillt framboð, sértilboð og kynningartilboð;
 • Þú ræðir við samstarfsaðila þegar þeir hringja með spurningar og viðskiptastjórar þeirra eru vant viðlátnir;
 • Þú aðstoðar við að byggja upp vefsíðu gististaða og að halda utan um upplýsingar um gististaðinn á vefsíðu Booking.com;
 • Þú gengur úr skugga um að vefsíðan sé með réttar upplýsingar um gististaði og ljósmyndir af nýskráðum gististöðum;
 • Þú veitir nýjum og núverandi samstarfsaðilum þjálfun í síma í notkun ytranets Booking.com og kerfisins fyrir verð og framboð;
 • Þú veitir gististöðum upplýsingar og ráðgjöf, aðallega í gegnum síma, og fylgir samtölum eftir;
 • Þú sérð um verkefni er varða tölvuþjónustu og umsýslu;
 • Í samráði við viðskiptastjóra okkar veitir þú Booking.com stuðning og upplýsingar er varða nýja og núverandi gististaðir;
 • Þú gerir daglegar/vikulegar athuganir á verði og framboði í ýmsum viðmótum;
 • Þú aðstoðar við að skipuleggja viðskiptafundi, áætlanagerðir og verkefnavinnu;
 • Þú býrð yfir fjölhæfni, sveigjanleika og aðlögunarfærni þegar kemur að nýjum viðmiðum og breytingum hjá Booking.com.

Hæfni:
 • Frábærir samskiptahæfileikar í eigin persónu og í síma;
 • Talar og skrifar reiprennandi ensku og íslensku;
 • Hæfni og reynsla innan netferðaþjónustu og/eða hótel-/ferðaþjónustu er kostur;
 • Virkur, ábyrgur einstaklingur sem getur unnið sjálfstætt;
 • Getur stungið upp á nýjum úrræðum við samstarfsaðila í gegnum síma;
 • Snar og úrræðagóður einstaklingur sem er sveigjanlegur, nákvæmur og rökvís, með gott auga fyrir smáatriðunum;
 • Vinnur vel í hópi, er áhugasamur og nýtur þess að vinna í netferðaþjónustu- og gistiþjónustugeiranum;
 • Viðskiptamiðuð hugsun;
 • Jákvætt viðmót;
 • Hótel- eða háskólamenntun er æskileg;
 • Þú ert með atvinnuleyfi á Íslandi.

Við hverju máttu búast af okkur?
 • Samkeppnishæf laun og bónuskerfi;
 • Stuðningur við þróun og þroska í starfi;
 • Aðgangur að fjölda netnámskeiða sem eru framarlega á markaðnum;
 • Nútímalegt og alþjóðlegt vinnuumhverfi á skrifstofu okkar miðsvæðis í Reykjavík;
 • Fæðispeningur fyrir hádegisverð alla vinnudaga, til viðbótar við ferska ávexti og drykki;
 • Ríkulegt félagslíf;
 • Afslættir og önnur fríðindi hjá Booking.com.

Vinsamlega sendu okkur ferliskrá og umsóknarbréf á ensku ef þú hefur áhuga á þessu starfi. Í umsóknarbréfinu viljum við heyra hvers vegna þú hefur áhuga á þessari stöðu, hvað þú hefur fram að færa og hvers vegna þetta starf er kjörið fyrir þig!


Back to top